Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Jeff Dunham mætir í Hörpu 26. maí með glænýtt efni

Sala hefst 1. desember kl. 12

23.11.2017

Einn vinsælasti skemmtikraftur heims, Íslandsvinurinn Jeff Dunham, fer af stað með glænýtt uppistand, Passively Aggressive. Hann mun ferðast með sýningu sína um öll Bandaríkin og kíkja því næst til Íslands þann 26. maí í Eldborg, Hörpu. Með í för verða að sjálfsögðu allar hans þekktustu persónur; Walter, Bubba J, Peanut, látni hryðjuverkamaðurinn Achmed og allir hinir.

Jeff Dunham er talinn einn áhrifamesti skemmtikraftur Vesturlanda að mati Forbes tímaritsins. Vinsældir hans hafa aukist stórlega á síðustu árum, hvort sem um er að ræða áhorf á sjónvarpsþætti hans, sölu á DVD diskum eða upptökur á YouTube þar sem eru fleiri en milljón áskrifendur og yfir milljarður í samanlögðum áhorfstölum. Í september hlaut Dunham svo þann heiður að fá stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni.

Hann kom fyrst til Íslands árið 2013 og pakkfyllti þá Laugardalshöllina tvisvar. Hann féll fyrir Íslandi og sneri aftur eftir aðeins nokkra mánuði og fyllti þá Eldborg á skotstundu. Í þeirri ferð var hann einnig að taka upp heimildarmynd sem fjallaði um störf hans víða um heim og vildi hann að Íslandi yrði hluti af þeirri mynd.

Nýja sýningin fer í almenna sölu föstudaginn 1. desember kl. 12 á Harpa.is/dunham en póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður. Þar gefst fólki tækifæri á að tryggja sér miða heilum sólarhring áður en almenn miðasala hefst. Aðeins um 1.500 miðar eru í boði og áhugasamir því hvattir til að hafa hraðar hendur.

Fjögur verðsvæði eru í boði og kostar miðinn frá 6.990 kr.