Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Íslenska hljómsveitin Fufanu hitar upp fyrir Red Hot Chili Peppers

Risatónleikar í Nýju-Höllinni 31. júlí

17.3.2017

Það tilkynnist hér með að meðlimir Red Hot Chili Peppers hafa valið íslensku hljómsveitina Fufanu til að hita upp fyrir sig á tónleikum sínum í Nýju Laugardalshöllinni þann 31. júlí! 

 

Fufanu er íslensk elektrónísk rokkhljómsveit sem hefur verið lýst sem samruna ýmissa stefna þar sem póst-pönk mætir seigu synthapoppi. Bandið hefur áður hitað upp fyrir Damon Albarn, Blur og Radiohead sem og túrað um Bretland með The Vaccines og Evrópu með John Grant. 

Hér er á ferðinni ein efnilegasta sveit landsins sem er nú þegar farin að vekja mikla og jákvæða athygli víða um heim. Þeir gáfu út plötuna Sports í febrúar af plötunni hafa verið gefin út þrjú lög og myndbönd; Sports, Bad Rockets og Liability. 

Fufanu var persónulegt val strákanna í Red Hot Chili Peppers sem lögðust sjálfir í rannsóknarvinnu, kynntu sér hina blómlegu íslensku tónlistarsenu og báðu svo í kjölfarið sérstaklega um Fufanu.

Drengirnir í Fufanu tóku beiðninni fagnandi: "Okkur fannst þetta auðvitað fyrst og fremst mjög fyndið og héldum að um brandara væri að ræða... við höfum allir fílað Red Hot Chili Peppers og þetta verður því stuð kvöld!"

 


InstagramSTortLetur

Fufanu hefur fengið mikið lof fyrir allar sínar útgáfur auk tónleikahalds, en hljómsveitin þykir einkar góð í lifandi flutning. Má þar nefna að hún hefur verið á topp lista bandarísku miðlana Rolling Stone of Concequence of Sound yfir bestu atriði á Iceland Airwaves hátíðinni síðustu tvö ár.

 

"Mest spennandi af öllum ungu böndunum á Íslandi" 
- Pitchfork

 

 

****"
Fufanu láta ljós sitt skína á napurt vetrarmyrkrið" 
- MOJO

 


 

UM FUFANU
Hljómsveitin Fufanu var stofnuð haustið 2008 af Hrafnkatli Flóka Kaktusi Einarssyni og Guðlaugi Halldóri Einarssyni og hét þá Captain Fufanu. Þeim tókst að skapa sér gott nafn í íslensku raftónlistarsenunni og sóttu líka erlend mið með tónlistina. Tilraunaþörfin var þó alltaf svo ríkjandi að seint árið 2013 voru þeir búnir að ýta og teygja hljóðheiminn sinn það mikið að ákveðið var að stytta nafnið niður í Fufanu til að búa til örlítil kaflaskil í hljómsveitinni.

Tónlistin var orðin meira í átt við rokk, með mikið af rafáhrifum. Strax við fyrstu tónleika á Iceland Airwaves 2013 vakti hljómsveitin mikla athygli og fljótlega eftir það gerði hljómsveitin plötusamning við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Sumarið 2015 gaf Fufanu út sína fyrstu þröngskífu, "Adjust To The Light", og um haustið kom svo þeirra fyrsta plata í fullri lengd út en hún ber nafnið "Few More Days To Go".

Fufanu fylgdi þessum tveimur skífum eftir með miklu tónleikahaldi. Má þar nefna hljómleikaferðir með The Vaccines um Bretland og John Grant í Evrópu. Þeir hituðu upp fyrir Damon Albarn í Royal Albert Hall og svo Blur í Hyde Park auk Radiohead hér í Reykjavík. Einnig fór hljómsveitin í sjálfstæðar hljómleikaferðir um bæði Bretland og Evrópu.

 

 

Næstu plötu unnu þeir með Nick Zinner, gítarleikara Yeah Yeah Yeahs, og fékk hún titilinn Sports og kom út í febrúar. Þá bættist við þriðji meðlimur sveitarinnar, trommarinn Erling Bang, sem hafði trommað með Fufanu inn á allar útgáfur auk þess að vera með á öllum hljómleikaferðum sveitarinnar. Fjórði og nýjasti hljómsveitarmeðlimurinn er bassaleikarinn Jón Atli Helgason.

Framundan eru tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin.

 


Hvað:  Red Hot Chili Peppers - Fufanu hitar upp
Hvar: Nýja-Laugardalshöll
Hvenær: 31. júlí 2017