Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

IRON & WINE til Íslands

Koma fram í Eldborg sunnudaginn 14. janúar

28.8.2017

Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Hann hefur náð að fanga bæði tilfinningar og ímyndunarafl hlustenda sinna með einstaklega hugljúfri tónlist. Við eigum von á eftirminnilegum viðburði í Eldborg sunnudaginn 14. janúar þar sem Iron & Wine flytur öll sín helstu lög í bland við splunkunýtt efni.

 

Tónleikarnir eru partur af tónleikaferðalagi í tilefni af útgáfu nýju plötunnar Beast Epic, sem kom út 25. ágúst. Við gerð plötunnar tók Iron & Wine upp lifandi flutning en bætt svo eins litlu við ofan á og mögulegt væri. Markmiðið var að hlustendur fengju að finna fyrir því sem heppnast vel í flutningnum sem og ófullkomleikanum. Þess að auki heyrist glögglega hvernig hann sækir innblástur í margar mismunandi tónlistarstefnur, en tónlist hans hefur einmitt tekið á sig margar myndir gegnum tíðina. Hér slakar hann á tauminum og gerir það sem hann gerir best. 

Um fimm verðsvæði er að ræða og kosta miðarnir frá 4.990 kr. 

 

Miðasala hefst á föstudaginn kl. 10:00 á harpa.is/iron.

Forsala Senu Live fer fram einum sólarhring áður, á fimmtudaginn kl. 10:00. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. 

ATH: Takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni
og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.