Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Iliza Shlesinger með uppistand í Háskólabíói 7. apríl

Miðasala hefst föstudaginn 10. nóvember kl. 10 á Tix.is/iliza

3.11.2017

Iliza Shlesinger er ein af fremstu grínistum sinnar kynslóðar. Hún er bæði yngsti og eini kvenkyns uppistandarinn sem hefur sigrað Last Comic Standing hjá sjónvarpsstöðinni NBC og hennar fyrsta klukkutímalanga útgefna uppistand, War Paint, komst í fyrsta sæti á iTunes og var valið eitt af 10 bestu albúmunum árið 2013 þar! Streymisþjónustan Netflix framleiddi svo hennar annað uppistand, Freezing Hot sem kom henni á kortið fyrir fullt og allt. Iliza er nú með vinsælli grínistum Bandaríkjanna og erum við því einstaklega heppin að fá hana til að flytja nýtt og spennandi efni á Íslandi, í Háskólabíói þann 7. apríl!

Iliza var valin af Esquire Magazine sem ein af þeim bestu sem túra nú um heiminn í þeim tilgangi að halda uppistönd. Hún lauk nýverið við útsendingar á sínum fyrsta spjallþætti, Truth & Iliza sem býður upp á beitta samfélagsrýni, umfjöllun um stjórnmál líðandi stundar, femínisma og poppkúltúr, allt sett fram á einstakan hátt sem aðeins Ilizu er laginn. Nýjasta útgefna uppistand Ilizu, Confirmed Kills, kom út á Netflix í september 2016. Fyrsta bók hennar Girl Logic: The Genius and the Absurdity kom út í nóvember 2017, en í henni hefur Iliza safnað saman eigin ritgerðum og vangaveltum um líf sjálfstæðrar ungrar konu og sýn hennar á vináttu, sambönd og það að vera einhleyp.

Hún hefur einnig verið valin annað árið í röð af Elle Magazine sem ein af fremstu konunum í uppistandi í dag. Á meðal sjónvarpsþátta sem Iliza hefur komið fram í má nefna The Tonight Show með Jimmy Fallon, The Late Late Show með James Corden og The Today Show. Að auki hefur hún skrifað þættina Forever 31, sem eru aðgengilegir á streymisþjónustum ABC og Hulu.

Aðeins um 900 númeruð sæti eru í boði og miðaverð er einungis 6.990 kr.
Almenn miðasala hefst 10. nóvember kl. 10.
Póstlistaforsala Senu Live fer fram 9. nóvember kl. 10.