Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Hugleikur Dagsson verður sérstakur gestur á The Dollop - Live Podcast

Hjá Dave Anthony og Gareth Reynolds

16.3.2017

Dave Anthony og Gareth Reynolds hafa valið grínistann Hugleik Dagsson til að vera sérstakur gestur í sýningu þeirra á Íslandi, sem verður einnig að "podcast" þætti í seríu þeirra félaga, The Dollop, sem nýtur vinsælda um heim allan.

Hugleik þarf vart að kynna enda einn vinsælasti uppistandari landsins um þessar mundir. Hann hefur starfað sem teiknimyndasöguhöfundur um nokkurt skeið og hefur hann gefið út geysivinsælar bækur á borð við Súperkúk, Where's God?, My Pussy Is Hungry, I Hate Dolphins og The Very Worst of Dagsson.

Hugleikur er ekki óvanur hlaðvarpi og heldur hann úti sínum eigin þáttum, í dag eru það Hefnendurnir á íslensku og Icestralia á ensku. Þess að auki treður hann reglulega upp á uppistandskvöldum svo hann mun falla vel í The Dollop þáttinn sem er einmitt blanda af uppistandi og hlaðvarpi.

The Dollop sýningin (og hlaðvarpsupptakan) fer fram í Norðurljósum Hörpu á þriðjudaginn og örfáir miðar eru eftir á Harpa.is/dollop.


Hvað: The Dollop - Live Podcast
Hvar: Norðurljós, Hörpu
Hvenær: Þriðjudaginn 21. mars 2017 kl. 20:00