Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Hinn 11 ára Arnaldur Halldórsson er Jólastjarnan 2017

Mun syngja með Björgvini og félögum á Jólagestum í Eldborg á fernum pakkfullum tónleikum

1.12.2017

Úrslit Jólastjörnunnar 2017 voru kynnt í lokaþætti sérstakrar þáttaraðar um leitina að Jólastjörnunni á Stöð 2 í gærkvöldi. Jólastjarnan í ár er hinn 11 ára gamli Arnaldur Halldórsson!

Um 200 krakkar skráðu sig til leiks og tólf krökkum var svo boðið í úrslit sem sýnt var frá í þáttunum á Stöð 2. Þar stóð Arnaldur uppi sem sigurvegari en dómarar voru Björgvin Halldórsson, Gunnar Helgason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Frammistöðu Arnalds í prufunum má sjá hér.

Arnaldur flutti í prufunum lögin Heyr mína bæn með Ellý Vilhjálms og Ég hlakka svo til með Svölu. Arnaldur gengur í Mýrarhúsaskóla, stundar leiklist í leiklistarskóla Borgarleikhússins, ballett í Listdansskóla Íslands, stökkfimleika í Gróttu, dans hjá Chantelle Carey og hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð, en hana stundar hann í frístundamiðstöðinni Selinu. Arnald dreymir um að verða leikari, söngvari og dansari, hans uppáhaldsstaður á Íslandi er Borgarleikhúsið og þar langar hann að vinna í framtíðinni.

Nú bíður það verkefni Arnalds að koma fram á umfangsmestu jólatónleikum ársins, á stærsta sviði landsins með aragrúa af stórstjörnum 10., 11. og 12. desember í Hörpu á Jólagestum Björgvins. Hann mun velja lög og undirbúa sín atriði með Gunnari Helgasyni leikstjóra, Þóri Baldurssyni tónlistarstjóra og fleirum sem að tónleikunum koma. Svo taka við stífar æfingar alla tónleikavikuna sem lýkur með fernum glæsilegum tónleikum í Eldborg. 

Sena Live, Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Lindex óska Arnaldi innilega til hamingju með sigurinn!

HARPA.IS