Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Hidden Figures er frumsýnd á föstudag!

Bráðsnjallar konur af afrískum uppruna senda mann út í geim

8.3.2017

Hidden Figures segir ótrúlega sögu þeirra Katherine Johnson, Dorothy Vaughan og May Jackson - bráðsnjallra svartra kvenna sem vinna hjá NASA og eru konurnar á bak við eitt af mikilvægustu afrekum mannkynssögunnar; ferð geimfarans John Glenn út í geim. Þessi merkilegi atburður vakti heiminn til umhugsunar og snéri bandarískri vörn í sókn í geimkapphlaupi þeirra við Rússa. Konurnar veittu fjölda kynslóða innblástur og hvatti alla til að setja markmiðin hátt, þrátt fyrir að mæta mótbárum vegna húðlitar og kyns. 

Um er að ræða söluhæstu myndina af öllum þeim myndum sem tilnefndar voru fyrir Bestu myndina á Óskarsverðlaununum. 

Hidden Figures verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.


Í tilefni af því að kvikmyndin Hidden Figures er á leið í kvikmyndahús mun átakið #kvennastarf halda sérstaka forsýningu í Háskólabíói ásamt pallborðsumræðum miðvikudaginn 8. mars kl. 18:30.

Kvennastarf-EVENT


"Hidden Figures er kannski ekki listrænn brautryðjandi, en myndin segir sögu sína svo vel að hún þarf ekki að vera það." - The Atlantic

"Hidden Figures er djúp og hressandi upplifun." - Starburst (9/10 stjörnur)

"Myndin sýnir okkur hversu miklu við höfum tapað á því gegnum aldirnar að ræna okkur þá greind, hæfileika og leiðtogahæfni sem yfir helmingur mannkyns kann að búa yfir." - Washington Post (4/4 stjörnur)