Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Góð upplifun - Framtíð viðskipta

Morgunfundur um virði tónlistar og annarrar upplifunar fyrir fyrirtæki í hvers kyns rekstri

3.5.2017

Hefur tónlist og önnur upplifun áhrif á kauphegðun?
Hvernig getum við nýtt tónlist við markaðssetningu?

Öll jákvæð upplifun viðskiptavina af vörum og þjónustu m.a. með hjálp tónlistar byggir um leið upp virði vörumerkis. En hvaða aðferðum er hægt að beita, hvers virði er t.d. tónlist í þessu samhengi og hvaða nýjungar á þessu sviði nýta stórfyrirtæki úti í heimi sér þessa dagana?

Valentina Candeloro alþjóðamarkaðsstjóri MOOD MEDIA er aðalgestur fundarins en MOOD MEDIA er fyrirtæki sem sérhæfir sig í upplifunarstjórnun. Þjónustufyrirtæki á borð við Nike, McDonalds, Ikea, AT&T og fjöldi annarra stórfyrirtækja nýta sér þjónustu MOOD MEDIA. 

Valentina Candeloro veitir gestum fundarins innsýn í rannsóknir og reynslu síðustu ára í þessum efnum. Erindi hennar tekur ekki aðeins til notkunar tónlistar heldur allra þátta upplifunarstjórnunar og árangur af henni.


STEF_TIX_big_1600x500- Einungis tæplega 200 miðar eru í boði.
- Miðaverð er aðeins 8.990 kr. 
- Miðasala er hafin á: Harpa.is/godupplifun

DAGSKRÁ

Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri ATMO Select: 
"Hver eru áhrif tónlistar á kauphegðun?"

Einar Baldvin Arason, tónlistarstjóri Aurora Stream: 
"Hvernig getur verslun stutt við grasrót íslenskrar menningar?"

Margeir Steinar Ingólfsson, DJ Margeir:
"Markaðssetning með tónlist."

Valentina Candeloro, alþjóðamarkaðsstjóri MOOD MEDIA: 
"Back to the Future: The Evolution of the In-Store Customer Experience."

Jón Jónsson flytur tónlist og fundinum stýrir Ósk Gunnarsdóttir, viðburðastjóri.