Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Gloomy Holiday á Norður og niður

Jólalög í tregafullan búning

24.11.2017

Gloomy Holiday eru glæsilegir en lágstemmdir hátíðartónleikar fyrir fólk sem enn er í hátíðarskapi en orðið nokkuð þreytt á hefðbundnum jólalögum. Hugmyndina áttu meðlimir Sigur Rósar og vildu þeir heyra öll þessi vinsælu jólalög í annars konar, myrkari búningi. Þeir fengu til liðs við sig samstarfsmann sinn til margra ára, Samúel Jón Samúelsson (oftast kallaður Sammi og kenndur við Jagúar), til að stjórna hljómsveitinni. Sammi og Sigur Rós hafa kallað til nokkra stórkostlega söngvara, bæði íslenska og erlenda, til að búa til fallegar, lítillátar ábreiður fyrir okkar mikilfenglegu hátíðarlög líkt og fönn sem fellur af himnum ofan á friðsælli vetrarnóttu.

Söngvarar

Alexis Taylor er frontmaður hljómsveitarinnar Hot Chip en hefur ljáð mörgum öðrum verkefnum sína tæru rödd og má heyra hana í ólgandi danstónlist sem og fínum píanóballöðum. Hann er hæfileikaríkur lagahöfundur og söngvari og bjóðum við hann velkominn til leiks í Gloomy Holiday. 

Peaches er þekkt víða í hinum vestræna poppkúltur en jafnvel þótt áhrif hennar megi greina í meginstraumnum þá heldur hún sig á jaðrinum. Hún blandar saman öllu frá raftónlist í pönk og rokk og endurútsetti hún til að mynda rokkóperuna Jesus Christ Superstar og setti á svið sem einleik. 

Björgvin Halldórs er konungur íslensku jólalaganna og hefur því um nóg að velja. Hann hefur haldið sína eigin jólatónleika undanfarin 11 ár og því alls ekki óvanur því að syngja um hátíðirnar í allri sinni dýrð. Það veðrur spennandi að sjá hann nálgast lögin á þennan óvenjulega máta.

Daníel Ágúst kemur fram á hátíðinni Norður og niður sem partur af danshljómsveitinni Gus Gus. Hann hefur þó sungið mörg lögin gegnum árin, m.a. sem partur af hljómsveitinni Nýdönsk og Esju. Rödd hans er gullfalleg og hljómþýð og á hann eflaust eftir að gefa dimmu jólalagi sínu góð skil.

Helga Möller hefur komið víða við og er fyrir löngu orðin ein ástsælasta söngkona landsins. Hún hefur sungið sem partur af dúettinum Þú og ég og flutti hún Gleðibankann með félögum sínum í Icy í Eurovision á sínum tíma. Hún hefur flutt fjölda jólalaga sem hver einasti Íslendingur hlustar á yfir hátíðirnar ár hvert.

Helgi Björns er landsþekktur söngvari og leikari sem hefur sungið fyrir þjóðina í fjöldamörg ár, ýmist undir eigin nafni eða í góðum félagsskap með Reiðmönnum vindanna, SSSól eða Grafík. Jólalagið hans, „Ef ég nenni“, er orðið lag sem allir Íslendingar tengja við í jólaundirbúningnum.

Katrína Mogensen mun koma fram á Norður og niður ásamt félögum sínum í Mammút. Rödd hennar er kynngimögnuð og á sér enga líka þótt hún hafi ekki tekið að sér að syngja mörg jólalög. Nýverið vakti hún þá mikla athygli fyrir ábreiðu á laginu „Believe“ með Cher svo það verður einstaklega spennandi að sjá hvað hún gerir fyrir jólalagið sitt.

Laddi er mikill gullbarki og einn þekktasti grínari okkar Íslendinga. En eins og flestir vita þá er hann listamaður með meiru og á sér margar djúpar og alvarlegar hliðar.

Ragga Gísla er ein flottasta söngkona landsins og skilar öllu frá sér með glæsibrag. Hljóðneminn er hennar helsta vopna, enda þaulvön sviðsljósinu og hefur bærði verið Grýla og Stuðmaður. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hún mun takast á við þetta áhugaverða viðfangsefni.

Sigga Beinteins þekkir hvert einasta mannsbarn og er hún hokin af reynslu. Þessi söngkona er einn mesti stuðbolti sem íslenska tónlistarlífið þekkir og því verður gaman að sjá hana taka þýðar og ljúfar útgáfur af okkur ástsælustu jólalögum.

Svala hefur sungið jólalög fyrir þjóðina frá blautu barnsbeini. Hún hefur einnig sungið feikivinsæl popplög fyrir áhorfendur um víða veröld, bæði undir eigin nafni og sem partur af hljómsveitum á borð við Steed Lord og Blissful. Jólalögin sýnast leika henni í lófum og því verður gaman að sjá hana nálgast þau á annan máta en hún er vön.

Hljómsveitin

Samúel Jón Samúelsson, hljómsveitarstjóri - básúna
Andri Ólafsson - raf- og kontrabassi
Diddi Guðnason - víbrafónn, klukkuspil og slagverk
Magnús Trygvason Elíassen - trommusett
Mattías Stefánsson - gítar og fiðla
Snorri Sigurðarson - trompet og flügel horn
Stefán Jón Bernharðsson - franskt horn
Tómas Jónsson - píanó og orgel
Þórdís Gerður Jónsdóttir - selló

Á Gloomy Holiday færðu að heyra Sigur-Rósaðar útgáfar af ástsælum jólalögum. Um er að ræða dagskrárlið sem partur er af Norður og niður hátíð Sigur Rósar og fer fram í Silfurbergi þann 27. desember. 

KAUPA DAGPASSA Á 27. DESEMBER
HEIMASÍÐA GLOOMY HOLIDAY
NORÐUR OG NIÐUR Á SENA.IS
HEIMASÍÐA NORÐUR OG NIÐUR