Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

FUTURE kemur fram í Höllinni 8. október

Einn vinsælasti listamaður samtímans til Íslands

18.8.2017

Future er einn heitasti tónlistarmaður heims í dag. Fyrr á árinu droppaði hann tveimur sjóðandi heitum plötum sem fóru báðar á toppinn á Billboard 200 listann, líkt og flestar plötur sem hann hefur gefið út. Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns! Emmsjé Gauti og Aron Can munu hita upp fyrir Future í Höllinni þann 8. október.

 

Future hefur unnið með mörgum þekktum artistum líkt og Drake, The Weeknd og Rihönnu. Hann á mörg vinsælustu lög heims í dag og má þar nefna „Selfish“, „Move That Dope“, „Turn on the Lights“, „Jumpman“ og „Mask Off“. Í febrúar 2017 gaf hann út tvær nýjar plötur með viku millibili sem heita FUTURE og HNDRXX. Þær fóru beint í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarmaður nær tveimur plötum í röð á topp listans. 

Um tvö verðsvæði er að ræða; stæði kostar 9.990 kr en númerað sæti kostar 14.990 kr. 

Miðasala hefst föstudaginn 25. ágúst kl. 10:00 á tix.is/future.

Forsala Senu Live fer fram einum sólarhring áður, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Skráning er hér og haka þarf við Senu Live.

ATH: Takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni
og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.