Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Dinosaur Jr. í Silfurbergi 22. júlí

Goðsagnakenndu rokkararnir aldrei verið betri

27.4.2017

Þetta goðsagnakennda rokkband er á leið til Íslands þann 22. júlí þar sem þeir ætla að hækka magnarana upp í 12 og rífa þakið af Hörpu vopnaðir bæði gömlum slögurum og nýjum. 

Dinosaur Jr. er ein af áhrifamestu hljómsveitum jaðarrokksins á níunda áratugnum. Sveitin var stofnuð árið 1984 og kom þá með ferskan andvara inn í rokksenu Bandaríkjanna.


DJR_FaceEvent
Það er alveg hreint ótrúlegt að árið 2016 var hægt að tryllast yfir nýrri Dinosaur Jr. plötu. Innan um alla þá ringulreið sem einkennir heiminn í dag þá getum við reitt okkur á þessa gömlu góðu rokkara. Upprunalegu meðlimirnir eru J Mascis, Lou Barlow og Murph og tóku þeir aðeins upp þrjár plötur í fullri lengd áður en mannabreytingar urðu á sveitinni á síðustu öld. Nú eftir að tríóið tók aftur upp þráðinn hafa strákarnir gefið út fjórar plötur í fullri lengd. Síðan þeir komu aftur saman hafa þeir vakið sérstaka hrifningu fyrir lifandi flutning og má þar t.d. nefna 30 ára afmælistónleika fyrstu plötu þeirra árið 2015 þar sem þeir buðu áhorfendum upp á hrífandi nostalgíuveislu við frábærar viðtökur. Fyrir ári gáfu þeir út plötuna Give a Glimpse of What Yer Not með glás af nýju efni en sú plata hlaut mikið lof gagnrýnenda og er með hið stórfína meðaltal 80/100 á Metacritic.

Dinosaur Jr. heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu, þann 22. júlí og munu spila bæði nýtt og gamalt efni. 

Miðasala hefst fimmtudaginn 11. maí kl. 10 á Harpa.is/dino.

Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 10. maí kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. 

Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.

Meðlimir sveitarinnar segja innblásturinn hafa komið frá artistum á borð við Rolling Stones, Beach Boys, Nick Cave, The Ramones og Motörhead. Gerald Cosloy (Homestead Records) lýsti útkomunni sem: "undarlegri blöndu ... ekki beint popp, ekki beint pönk - tónlistin var algjörlega sér á báti". 

Hvað: Dinosaur Jr. á Íslandi
Hvar: Silfurberg, Hörpu
Hvenær: Laugardaginn 22. júlí 2017
Miðasala hefst: Fimmtudaginn 11. maí kl. 10:00
Forsala hefst: Miðvikudaginn 10. maí kl. 10:00