Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Daði Freyr hitar upp fyrir Zöru Larsson í Höllinni

Örfáir miðar eftir á tónleikana!

4.9.2017

Nýstirnið Daði Freyr mun hita upp fyrir Zöru Larsson í Laugardalshöll þann 13. október. Daði heillaði þ jóðina fyrr á árinu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu „Hvað með Það?“. Allt í einu vissu allir hver Daði Freyr var, enda er hann stórskemmtilegur og hæfileikaríkur tónlistarmaður!

Ég er svakalega spenntur fyrir því að spila með Zöru. Gaman að koma heim til Íslands frá Berlín þar sem ég er búsettur og flytja nýtt efni fyrir fullt fullt af fólki í Laugardalshöllinni. Þetta verður sprengja!


Maxresdefault

Árið 2012 var Daði valinn rafheili ársins í Músíktilraunum og árið 2014 flutti hann til Berlínar þar sem hann hefur stundað nám í upptökustjórnun og hljóðvinnslu. Hann byrjaði að koma fram undir nafninu Mixophrygian og ári seinna gaf hann út plötu sem hét í höfuðið á verkefninu.

Örfáir miðar eru eftir á tónleika Zöru Larsson í Laugardalshöllinni og því er ljóst að nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða!