Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

CYBER hita upp fyrir Migos

Tvö íslensk atriði tilkynnt til viðbótar innan skamms

2.8.2017

Það tilkynnist hér með að rappsveitin CYBER mun hita upp fyrir Migos í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst! Alls munu þrjú íslensk atriði hita upp fyrir Migos og tilkynnt verður hvaða tvö atriði munu bætast við síðar í þessari viku. Auk þess mun DJ SURA halda uppi stuðinu áður en fyrsta atriðið stígur á svið.

 

20536140_10213803707757470_864519822_o

CYBER byrjaði sem rappdúó árið 2012 og var sett á laggirnar af vinkonunum Sölku Valsdóttur (Bleach Pistol/Sick Roma) og Jóhönnu Rakel (Junior Cheese/YNG NICK). Í fyrra gekk plötusnúðurinn Þura Stína (DJ SURA/Antwon Rubio) til liðs við sveitina. Í upphafi spiluðu þær bæði metal og diskó en í dag er sveitin talin vera ein mest spennandi unga hip hop sveit sem Ísland hefur að bjóða þar sem undarlegir hljóðheimar, dýnamískar rímur og latex flíkur eru leiðandi öfl. Hljómsveitin hefur leyst út tvær EP plötur; sjö laga smáskífuna CRAP sem var hampað af mörgum gagnrýnendum sem ein besta plata ársins 2016 og þriggja laga smáskífan BOYS þar sem hljómsveitin kynnti til leiks ný karlkyns hliðarsjálf í textum sínum og fögnuðu tilvist sætra rússneskra stráka.

Fyrir tilkomu CYBER störfuðu meðlimir hljómsveitarinnar með Reykjavíkurdætrum og gáfu út lög á borð við „Hæpið“ og „Fiðring“ í samstarfi við þær. Þann 13. október gefur CYBER út sína fyrstu breiðskífu með plötuútgáfunni Sticky sem mun bera nafnið HORROR.

https://youtu.be/X_pajhRp6CY
Stelpurnar í CYBER eru þekktar fyrir áhugaverðan lifandi flutning, metnaðarfulla búninga og almenna snilld þannig að þær eru frábær viðbót við Migos tónleikana 16. ágúst í Höllinni. Á næstu dögum tilkynnum við svo til leiks tvö íslensk atriði í viðbót.

Mynd: Hrefna Björg

ALLT UM VIÐBURÐINN