Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Áríðandi skilaboð vegna Ricky Gervais

Sýning hefst kl. 19:30

6.4.2017

Breyting verður gerð á sýningartíma báða dagana og munu sýningar hefjast kl. 19:30 en ekki kl. 20:00 eins og áður var auglýst. Salurinn mun opna kl. 19:00.

Hins vegar tilkynnum við einnig að sýningarnar byrja á upphitun og Ricky stígur ekki á svið fyrr en kl. 20:15. Við vonum því að þetta valdi sem minnstum óþægindum fyrir þig.

Það er írski gríninstinn og YouTube stjarnan Sean McLoughlin sem mun hita upp fyrir Ricky Gervais á Íslandi. Hægt er að kynna sér hann hér. 

Dagskrá kvöldsins er nánar tiltekið eftirfarandi:

19.30 Upphitun: Sean McLoughlin
19.50 Hlé
20.15 Ricy Gervais
21.40 Áætluð lok*
* Dagskrá kvöldsins er birt með fyrirvara um breytingar og getur riðlast.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að valda. Vinsamlegast hafðu samband við miðasölu Hörpu ef einhverjar spurningar vakna: midasala@harpa.is / 528-5050