Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Alien: Convenant er frumsýnd á morgun

Alien sagan heldur áfram

16.5.2017

Áhöfnin á Covenant geimskipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en varir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drungaleg veröld þar sem hinn vélræni David hefur komið sér fyrir.

Alien: Covenant er frumsýnd á morgun í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

ALIEN_COVENANT_smarabiois


„Alien: Covenant leyfir sér að sýna það sem vantað hefur í sumarmyndir síðasta áratugar. Hún fyllir þig af viðbjóði og hlær að þér þegar þú ælir (ekki bókstaflega).“
– Entertainment Weekly

„Scott skapar ánægjulega blöndu af Alien, Prometheus og jafnvel Aliens eftir James Cameron og gerir það með góðum árangri.“
– New York Daily News

„Fassbender er töfrandi og frammistaða hans er einstaklega hrollvekjandi en ekki er hægt að útskýra það nánar án þess að spilla fyrir ykkur myndinni.“ 
– Time Out


Leikstjórn: Ridley Scott
Leikarar: Katherine Waterston, Noomi Rapace, Michael Fassbender


Fyrri myndir

Alien (1979)
Aliens (1986)
Alien 3 (1992)
Alien: Resurrection (1997)
Prometheus (2012)