Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Alien: Convenant er frumsýnd á morgun

Alien sagan heldur áfram

16.5.2017

Áhöfnin á Covenant geimskipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en varir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drungaleg veröld þar sem hinn vélræni David hefur komið sér fyrir.

Alien: Covenant er frumsýnd á morgun í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

ALIEN_COVENANT_smarabiois


„Alien: Covenant leyfir sér að sýna það sem vantað hefur í sumarmyndir síðasta áratugar. Hún fyllir þig af viðbjóði og hlær að þér þegar þú ælir (ekki bókstaflega).“
– Entertainment Weekly

„Scott skapar ánægjulega blöndu af Alien, Prometheus og jafnvel Aliens eftir James Cameron og gerir það með góðum árangri.“
– New York Daily News

„Fassbender er töfrandi og frammistaða hans er einstaklega hrollvekjandi en ekki er hægt að útskýra það nánar án þess að spilla fyrir ykkur myndinni.“ 
– Time Out


Leikstjórn: Ridley Scott
Leikarar: Katherine Waterston, Noomi Rapace, Michael Fassbender


Fyrri myndir

Alien (1979)
Aliens (1986)
Alien 3 (1992)
Alien: Resurrection (1997)
Prometheus (2012)