Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Algengar spurningar | Zara Larsson

Svör við algengum spurningum fyrir tónleika Zöru Larsson

5.10.2017

 

FloorPlan

 

Er aldurstakmark á tónleikana? Nei, það er ekkert aldurstakmark á tónleikana. En börn 12 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum vegna laga sem varða útivistartíma. Aldursmörk miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag sem þýðir að börn sem verða 13 ára á þessu ári þurfa ekki fylgd.

Þarf að kaupa miða fyrir mjög ung börn? Strangar reglur eru um mannfjölda og má enginn fara inn í húsið án miða. Á tónleikunum verður myrkur í salnum, þó nokkur hávaði og  blikkandi ljós. Við teljum að þetta sé ekki æskilegt umhverfi fyrir ungabörn.

Hvar kaupir maður miða? Uppselt er á viðburðinn.

Hvar sækir maður miðana? Til Tix.is, Grjótagötu 7 eða á Hard Rock Café, Lækjargötu 2a. Einnig opnar miðasöluskúr kl. 16:00 á tónleikadegi fyrir utan Höllina þar sem verður hægt að sækja ósótta miða. Við hvetjum fólk þó til að sækja miðana sína fyrir tónleikadag til þess að forðast raðir.

Er hægt að kaupa miða fyrir aðra manneskju en sjálfa sig? Já, við munum ekki bera saman nöfn á miðum og skilríkjum. 

Ég lenti í vandræðum með miðakaupin, hver getur aðstoðað mig?  Tix.is svarar öllum spurningum sem varða miðakaup: 551-3800 / info@tix.is

Má ég áframselja miðann minn ef ég kemst ekki á tónleikana? Já, leyfilegt er að áframselja miða svo lengi sem kaupverð er ekki hærra en upprunalegt kostnaðarverð. Ef í ljós kemur að miði hefur verið áframseldur á hærra verði en hann var keyptur verður hann ógildur.

Er fatahengi á staðnum? Já, hægt verður að geyma yfirhafnir í fatahengi gegn gjaldi.

Hvers konar pláss er stæði?  Stæði er standandi svæði á gólfi, nær sviðinu.

Má taka tösku með sér á tónleikana? Litlar handtöskur eru leyfðar en ekki bakpokar. Leitað verður í öllum handtöskum.

Má taka með stól til að sitja á eða koll til að standa á? Nei, af öryggisástæðum er með öllu óheimilt að koma með stóla eða kolla.

Má taka með regnhlíf?  Nei, stórir hlutir og allir hlutir sem hægt er að henda og valda skaða með eru ekki leyfðir á tónleikasvæði. 

Hvað fleira er bannað að taka með sér? Allir hlutir sem geta valdið skaða eða tjóni, t.d. hnífar, skæri o.s.frv. Athugið! Bannaðir hlutir verða ekki geymdir fyrir gesti meðan á tónleikunum stendur. Það er á ábyrgð gesta að losa sig við bannhluti áður en gengið er inn í húsið.

Verður matur seldur á svæðinu? Já, það verða seldar pizzusneiðar.

Verður hægt að kaupa varning á svæðinu? Já. Ýmiss konar varningur frá Zöru Larsson verður til sölu í anddyri Hallarinnar.

Verður áfengissala á staðnum? Já. Bjór og léttvín verður selt á lokuðum svæðum. 20 ára aldurstakmark er inn á þau og skilríkja verður krafist.

Verður svokallað „golden circle“ svæði í boði?  Nei, ekkert svæði verður afmarkað alveg upp við sviðið.

Er aðgengi fyrir fólk í hjólastólum?  Já. Fólki í hjólastólum nægir að kaupa miða í stæði til að fá aðgang að hjólastólasvæðinu. Hver og einn má taka með sér einn fylgdarmann sem einnig þarf aðeins miða í stæði til að fá aðgang að svæðinu.

Eru stæði fyrir hreyfihamlaða við húsið? 8 sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við húsið. P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, veitir heimild til að leggja í þau. P-merkið skal vera sýnilegt í framrúðu bílsins.

Má koma með eigin drykkjarföng inn á svæðið? Nei, það er ekki er leyfilegt að koma með drykkjarföng eða mat inn á svæðið, af öryggis- og hreinlætisástæðum.

Má koma með myndavélar á tónleikana? Nei, allar myndavélar og hvers kyns upptökubúnaður er með öllu bannaður inni á tónleikasvæðinu.

Ef ég kaupi miða í stúku, kemst ég líka niður á gólf? Já, handhafar miða í stúka komast niður á gólfið en ekki öfugt.

Ef þínum spurningum er ekki enn svarað endilega sendu okkur póst: vidburdir@sena.is

ALLT UM VIÐBURÐINN
VIÐBURÐURINN Á TIX