Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Aleander Jarl og Auður hita upp fyrir Post Malone

Í Silfurbergi Hörpu 11. júli

6.4.2017

Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn kl. 10 á Harpa.is/malone. Forsala Senu Live fer fram daginn áður.

Nánar um Auður og Alexander Jarl hér að neðan. 

IMG_20161212_211210

Alexander Jarl er einn mest spilaði hip hop artistinn í íslensku senunni, en hann sló í gegn eftir að lagið "Halelúja" kom út sumarið 2015. Alexander er þekktur fyrir kraftmikla og líflega sviðsframkomu og með honum til halds og trausts er pródúserinn og plötusnúðurinn Helgi Ársæll en saman mynda þeir Jarl Squad Enterprise. Síðan 2015 hafa vinsældir þeirra aukist hratt og örugglega, en þeir anna varla eftirspurn til að troða upp þessa dagana.

"Ég hef verið mikill Post fan síðan ég heyrði White Iverson fyrst, fíla hvernig hann er bara hann sjálfur og lætur enga industry staðla trufla sig. Þetta verður amazing kvöld!" - Alexander Jarl

Audur---alone-cover-no-titles-finalAuður er verkefni Auðuns Lútherssonar. Auðunn er 24 ára tónlistarmaður sem hóf verkefnið þegar hann bjó einn á Ásfjalli í Hafnarfiði og samdi lagið "South America" þegar kærasta hans fór í heimsreisu. Síðan þá hefur hann gert margt gott, bæði sem Auður en einnig sem sjálfstæður pródúser. Hann samdi til að mynda lagið "Strákarnir" með Emmsjé Gauta og nýverið samdi hann við eitt stærsta höfundaréttarfyrirtæki heims, Imagem.

"Ég ótrúlega þakkláttur fyrir að fá að hita upp fyrir Post Malone og hlakka mikið til!" - Auður

ALLT UM TÓNLEIKANA