Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar

Dagskrá Norður og niður - 19.10.2017

Takmarkað magn dagpassa verður í boði á Norður og niður og mun sala á þeim hefjast næsta fimmtudag, 26. október, kl. 10:00 á harpa.is/non. Sala á fjögurra daga hátíðarpössum heldur einnig áfram á sama stað.

Lesa meira

Sigur Rós tilkynnir fleiri nöfn, afhjúpar dagskrána og hefur sölu á dagpössum - 19.10.2017

PEACHES, DUSTIN O’HALLORAN, ALEX SOMERS, ULRICH SCHNAUSS, AMIINA, GYÐA, DIMMA og MARY LATTIMORE bætast við dagskrána. Takmarkað magn dagpassa verður í boði á Norður og niður og mun sala á þeim hefjast næsta fimmtudag, 26. október.

Lesa meira

Bettina Schweiger á Vínartónleikunum - 17.10.2017

Sópransöngkonan Bettina Schweiger er fædd í Linz í Austurríki. Hún hóf tónlistarnám sitt við Anton Bruckner háskólann og útskrifaðist með ágætiseinkunn frá Mozarteum Salzburg árið 2012, undir handleiðslu Barböru Bonney. Hún lauk svo mastersgráðu frá The University for Music and Performing Arts í Vín í október 2015. Á þessum tíma var hún einnig tekin inn í hinn virta skóla Academy of Vocal Arts í Fíladelfíu í Bandaríkjunum.

Lesa meira

Thomas Weinhappel á Vínartónleikunum - 17.10.2017

Þegar hann var átta ára gamall fór hann í sinn fyrsta söngtíma hjá Wiener Sängerknaben (Drengjakór Vínarborgar) og í kjölfarið á tónleikaferðalag sem altraddar einsöngvari kórsins í Bandaríkjunum, Suður–Ameríku, Kanada, Þýskalandi, Englandi og Svíþjóð. Weinhappel stundaði nám við tón– og sviðslistaskólana í Vín, MDW og MUK. Hann útskrifaðist með mastersgráðu árið 2007 með ágætiseinkunn á lokaprófi.

Lesa meira

Aukatónleikum bætt við 11. desember - sala hefst 19. okt. - 13.10.2017

Forsala á Jólagesti Björgvins hófst í morgun með látum. Nú er svo komið að svo til uppselt er á bæði tónleikana kl. 17 og kl. 21. Því hefur verið brugðið á það ráð að halda aukatónleika þann 11. desember, kl. 21:00. 

Lesa meira

David Scarr á Vínartónleikunum - 12.10.2017

David Scarr er fæddur í Suður–Afríku og hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun í kórastarfi. Hann er með BA í tónlist frá Nelson Mandela Metropole háskólanum í Port Elizabeth auk þess sem hann er með hornleikarapróf á franskt horn ásamt kennsluréttindum á málmblásturshljóðfæri frá Royal School of Music í London og Háskóla Suður–Afríku.

Lesa meira

Jólaplattar og jólahlaðborð fyrir Jólagesti - 11.10.2017

Kolabrautin býður ykkur að koma í jólahlaðborð eða kaupa ykkur jólaplatta fyrir tónleika Jólagesta þann 10. desember. 

Lesa meira

Uppselt á tvær sýningar með JOHN CLEESE í Hörpu - 11.10.2017

Miðasala á hinn eina sanna John Cleese hefur gengið vonum framar og nú er uppselt á sýningar hans 17. og 18. maí. Verið er að skoða hvort hægt sé að bæta við þriðju sýningunni.

Lesa meira

Síðustu miðar á Sigur Rós í Eldborg nú til sölu - 11.10.2017

Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á fernum tónleikum í Eldborg dagana 27., 28., 29. og 30. desember. Uppselt er á tónleikana 30. desember en enn eru örfáir miðar eftir hina dagana. 

Lesa meira

Stefán Karl verður sérstakur gestur á Jólagestum Björgvins - 11.10.2017

Stefán Karl Stefánsson gengur til liðs við Jólagesti í Hörpu og mun syngja fyrir okkur þann 10. desember sem sérstakur gestur. Við erum auðvitað alsæl með þessa viðbót og það verður spennandi að sjá hvaða jólalög Stefán mun taka.

Lesa meira
Síða 1 af 10