Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar

Stubbur stjóri er frumsýndur á fimmtudag - 17.4.2017

Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á! 

Lesa meira

Aleander Jarl og Auður hita upp fyrir Post Malone - 6.4.2017

Hinn sjóðheiti POST MALONE spilar í Silfurbergi Hörpu þann 11. júlí og það tilkynnist hér með að þeir sem hafa verið valdir til að hita upp eru: Alexander Jarl og Auður.

Lesa meira

Áríðandi skilaboð vegna Ricky Gervais - 6.4.2017

Írski gríninstinn og YouTube stjarnan Sean McLoughlin sem mun hita upp fyrir Ricky Gervais á Íslandi og því hefur sýningu verið flýtt til kl. 19:30 en áður var auglýst að uppistandið myndi hefjast kl. 20:00. Ricky stígur á svið kl. 20:15 og áætluð lok eru 21:40.

Lesa meira

Snjór og Salóme er frumsýnd á föstudag! - 4.4.2017

Stórskemmtileg saga um óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau Salóme og Hrafn hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu, Ríkeyju, og hún flytur inn breytist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni. 

Lesa meira

Post Malone í Silfurbergi 11. júlí - 30.3.2017

Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar.

Lesa meira

Strumparnir: Gleymda þorpið er frumsýnd á föstudag! - 28.3.2017

Þessi létta, strympaða teiknimynd sýnir okkur alveg nýja hlið á  Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur, finna dularfullt landakort sem leiðir þau í spennandi kapphlaup gegnum drungalega skóginn. Á leiðarenda er stærsta leyndarmál Strumpasögunnar að finna! 

Lesa meira

Páll Óskar heldur risatónleika - 27.3.2017

Páll Óskar telur í flottustu popptónleika á sínum rúmlega 25 ára ferli í Laugardalshöll 16. september. Páll Óskar mun syngja öll bestu lög ferils síns ásamt fimm manna hljómsveit í bland við raftónlistina og sextán dönsurum. Sviðið verður sérsmíðað inn í Laugardalshöllina.

Lesa meira

Life frumsýnd á föstudag! - 21.3.2017

Merk uppgötvun um líf á öðrum hnöttum breytist í martröð þegar lífveran þróast á ofsahraða og ógnar lífum áhafnarinnar. Lífveran olli gjöreyðingu á Mars og gæti lagt allt líf á jarðríki í hættu.

Lesa meira

Íslenska hljómsveitin Fufanu hitar upp fyrir Red Hot Chili Peppers - 17.3.2017

Meðlimir Red Hot Chili Peppers hafa valið íslensku hljómsveitina Fufanu til að hita upp fyrir sig á tónleikum sínum í Nýju Laugardalshöllinni þann 31. júlí! Hér er á ferðinni ein efnilegasta sveit landsins sem er nú þegar farin að vekja mikla og jákvæða athygli víða um heim.

Lesa meira

Hugleikur Dagsson verður sérstakur gestur á The Dollop - Live Podcast - 16.3.2017

Dave Anthony og Gareth Reynolds hafa valið grínistann Hugleik Dagsson til að vera sérstakur gestur í sýningu þeirra á Íslandi, sem verður einnig að "podcast" þætti í seríu þeirra félaga, The Dollop, sem nýtur vinsælda um heim allan. Hugleikur er hvorki óvanur hlaðvarpi né uppistandi.

Lesa meira
Síða 1 af 10