Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar

Hinn 11 ára Arnaldur Halldórsson er Jólastjarnan 2017 - 1.12.2017

Úrslit Jólastjörnunnar 2017 voru kynnt í lokaþætti sérstakrar þáttaraðar um leitina að Jólastjörnunni á Stöð 2 í gærkvöldi. Jólastjarnan í ár er hinn 11 ára gamli Arnaldur Halldórsson! 

Lesa meira

Uppselt á fjórðu tónleikana - 29.11.2017

Nú er orðið uppselt á allar sýningar Jólagesta 2017! Það þýðir að tæplega 6 þúsund manns hafa tryggt sér miða og hafa þar með fyllt Eldborg fjórum sinnum. En örvæntið ekki því ósóttar pantanir fara aftur í sölu kl. 10 á morgun á alla viðburðina - Allra síðasti séns!

Lesa meira

Sænska dúóið Pale Honey hitar upp fyrir Iron & Wine - 29.11.2017

Sænska dúóið Pale Honey hitar upp fyrir Iron & Wine þann 14. janúar í Eldborgarsal Hörpu. Það eru æskuvinkonurnar Tuva Lodmark og Nelly Daltrey sem skipa bandið og hafa notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víðar á skömmum tíma. Þær komu fram hérlendis á Airwaves fyrir nokkrum vikum og slógu í gegn.

Lesa meira

Gloomy Holiday á Norður og niður - 24.11.2017

Gloomy Holiday verður partur af Norður og niður hátíð Sigur Rósar og fer fram í Silfurbergi þann 27. desember. Þekkta jólalög verða tekin í tregafullum útgáfum. Fram koma: Alexis Taylor, Peaches, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Helga Möller, Helgi Björns, Katrína Mogensen úr Mammút, Laddi, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Svala.

Lesa meira

Jeff Dunham mætir í Hörpu 26. maí með glænýtt efni - 23.11.2017

Einn vinsælasti skemmtikraftur heims, Íslandsvinurinn Jeff Dunham, fer af stað með glænýtt uppistand, Passively Aggressive. Hann mun ferðast með sýningu sína um öll Bandaríkin og kíkja því næst til Íslands þann 26. maí í Eldborg, Hörpu. Með í för verða að sjálfsögðu allar hans þekktustu persónur.

Lesa meira

Norður og niður | Fleiri atriði tilkynnt - 22.11.2017

Við tilkynnum hér með ný atriði á Norður og niður hátíðinni: Tangerine Dream, Gus Gus og Kaitlyn Aurelia Smith. Einnig mun Jónsi selja takmarkað upplag af nýrri plötu og fleiri varningur í þeim dúr býðst gestum hátíðarinnar. Einnig er kvikmyndadagskráin að taka á sig mynd.

Lesa meira

Lokatónleikar Kiasmos (í bili) - 8.11.2017

Lokatónleikar Kiasmos eftir áralöng tónleikaferðlög verða haldnir í Gamla Bíói 12. janúar. Um er að ræða síðustu tónleika sveitarinnar um óákveðinn tíma og því ætlar tvíeykið, þeir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, að leggja allt í sölurnar!

Lesa meira

Tiësto í Hörpu 22. janúar - 7.11.2017

Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto er vafalaust einn vinsælasti og besti plötusnúður okkar tíma. Hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tónleika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem Rolling Stone hefur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi.

Lesa meira

Iliza Shlesinger með uppistand í Háskólabíói 7. apríl - 3.11.2017

Iliza Shlesinger er ein af fremstu grínistum sinnar kynslóðar. Hún er bæði yngsti og eini kvenkyns uppistandarinn sem hefur sigrað Last Comic Standing. Hún er nú með vinsælli grínistum Bandaríkjanna og erum við því einstaklega heppin að fá hana til að flytja nýtt og spennandi efni á Íslandi, í Háskólabíói þann 7. apríl!

Lesa meira

Jólagestir Björgvins tilkynna aðra aukatónleika - 2.11.2017

Enn og aftur er orðið uppselt á hina árlegu tónleika Björgvins Halldórssonar! Nú er svo komið að uppselt er á þrenna tónleika í heildina og því hefur verið ákveðið að bæta við fjórðu tónleikunum og fara þeir fram 12. desember kl. 20:00. Og það fjölgar í söngvarahópnum því Sturla Atlas bætist við sem sérstakur gestur.

Lesa meira
Síða 1 af 10