Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.


Starfsemin

 • starfsemin

Fjölbreytnin í framboði okkar á afþreyingu og menningu er nánast óþrjótandi, hvort sem þú nýtur hennar í rólegheitum heima eða færð hjartað til að slá hraðar í félagi við hundruð annarra. Allt um sviðin hér að neðan.

Meira...

Tölvuleikir

Bestu leikirnir frá mörgum stærstu framleiðendum í heimi fara hér í gegn. Við erum umboðsaðili PlayStation og tölvuleikjasnillinganna hjá Electronic Arts, Sony Computer Entertainment, Konami, Actavision, Take 2 Interactive, THQ, Atari, Sega og Vivendi Games. Okkur leiðist það ekkert.

Viðburðir

Eitt það skemmtilegasta sem við gerum er að skipuleggja tónleika. Við höfum fengið mörg stærstu nöfn rokksins til að koma hingað auk poppstjarna og meistara klassískrar tónlistar. Ekki er síður skemmtilegt að setja upp stórtónleika með íslenskum stjörnum og smærri tónleika með alls konar snillingum. Auk þess höfum við vinsælar leikhússýningar á samviskunni sem sumar gengu fyrir fullu húsi svo árum skipti.

Kvikmyndir

Ef eitthvað fleira en tónlist og bækur er í miðju menningarlífsins eru það kvikmyndir. Við fáum meðal annars stórmyndirnar frá 20th Century Fox, Sony Pictures og The Weinstein Company. Við tökum líka þátt í framleiðslu íslenskra kvikmynda og Græna ljósið er á okkar vegum. Það sérhæfir sig í að finna og miðla óháðum og listrænum kvikmyndum frá öllum heimshornum.

Kvikmyndahús

Við rekum kvikmyndahús á þremur stöðum. Smárabíó er vinsælasta og fullkomnasta kvikmyndahús landsins, með hágæða þrívíddartækni í hverjum sal og bestu hljóðkerfi sem völ er á. Borgarbíó á Akureyri er eitt elsta kvikmyndahús landsins og er nú með tveimur sölum. Háskólabíó hefur gengið í endurnýjun lífdaga og þar eru nú starfræktir fjórir tæknilega fullkomnir bíósalir.


Tengd félög

 • tengd-felog

Við erum eins og hljómsveit þar sem hver meðlimur sérhæfir sig og fullkomnar sinn hljóðfæraleik til að tónleikarnir verði pottþéttir. Hér að neðan gefur að líta hljóðfæraskipanina.

Meira...
 • Smárabíó

  Fullkomnasta og vinsælasta bíó landsins
  www.smarabio.is

 • Háskólabíó

  Rótgróið og klassískt
  www.haskolabio.is

 • Borgarbíó

  Höfuðvígi kvikmyndanna á landsbyggðinni
  www.borgarbio.is

 • Græna ljósið

  Óháðar gæðamyndir frá öllum heimshornum
  www.graenaljosid.is

 • RifsberLogo-small2

  Rifsber

  Grafísk miðlun, auglýsingagerð og íslensk tónlist á netinu um allan heim
  www.rifsber.is

 • Live

  Sena Live

  Tónleikar, uppistand og aðrir viðburðir


Vörumerkin

Hér að neðan má sækja allar útgáfur af viðkomandi vörumerki í zip skrá. Einnig má sækja vörumerki í jpg.

Meira...

Um Senu

 • staff

Það fá ekki allir að vinna við það sem þeir elska. En við erum heppin. Á hverjum degi bíða okkar nýjar bíómyndir að sýna, tölvuleikjamet til að slá, viðburðir og tónleikar að hlakka til. Smelltu og sjáðu lista yfir heppnasta fólk á landinu.

Starfsmannalisti
Nafn Stafsheiti Deild Netfang
Ásta Edda Stefánsdóttir Gjaldkeri Fjármáladeild asta [hjá] sena.is
Ásta María Harðardóttir Rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Kvikmyndahús astam [hjá] sena.is
Esther Þorvaldsdóttir Kynningarstjóri Skrifstofa esther [hjá] sena.is
Guðmundur Breiðfjörð Markaðsstjóri kvikmyndadeildar Kvikmyndir breidfjord [hjá] sena.is
Ísleifur Þórhallsson Tónleikahaldari Viðburðir isi [hjá] sena.is
Jón Diðrik Jónsson Framkvæmdastjóri Skrifstofa jd [hjá] sena.is
Konstantín Mikael Mikaelsson Framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Kvikmyndir tino [hjá] sena.is
Lilja Ósk Diðriksdóttir Markaðsstjóri kvikmyndahúsa Kvikmyndahús liljao [hjá] sena.is
Margrét Ingólfsdóttir Bókari Fjármáladeild margreti [hjá] sena.is
Margrét Sif Hákonardóttir Bókari Fjármáladeild maggasif [hjá] sena.is
Ólafur Þór Jóelsson Framkvæmdastjóri útgáfu- og söludeildar Útgáfu- og söludeild olafur.joelsson [hjá] sena.is
Ómar Arnason Sölumaður Söludeild omar [hjá] sena.is
Sólveig Þórarinsdóttir Rekstrarstjóri Fjármáladeild solla [hjá] sena.is
Tengd félög
Birgir Heiðar Guðmundsson  Hönnuður D3 birgir [hjá] rifsber.is

Styrkbeiðnir

Sena hefur séð sér fært um að styrkja góð málefni gegnum árin. Um þessar mundir er áhersla lögð á að styrkja verkefni og samtök sem snúa að bágstöddum börnum.

Sækja um styrk

Sendu inn umsókn með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan. Öll styrktarerindi eru tekin fyrir á vikulegum fundum og mega umsækjendur búast við svörum innan tveggja vikna. Fjölmörg góð málefni þarfnast stuðnings hér á landi og við viljum sýna samfélagslega ábyrgð og láta gott af okkur leiða. Það er hins vegar ljóst að ómögulegt er að verða við öllum þeim styrkbeiðnum sem okkur berast.


Skilyrði fyrir styrk er:

 • Að félagið/verkefnið hagnist ekki fjárhagslega á starfsemi sinni (non-profit)
 • Að styrkurinn fari til þeirra sem eiga um sárt að binda
 • Að félagið/verkefnið hafi samfélagslegt gildi
 • Að félagið/verkefnið sé ótengt stjórnmálum

Frekari upplýsinga er hægt að óska með því að senda póst á netfangið styrkir@sena.is. Vinsamlegast athugið að eingöngu þeim beiðnum sem berast í gegnum formið hér að neðan verður svarað.

Upplýsingar

Tengiliður

Styrkur

Tegund styrks:

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: