Rammstein - París

Útgáfudagur 02.05.2017

Kvikmyndasýning

Leikstjórn: Jonas Åkerlund

Meðlimir Rammstein hafa lengi verið í flokki bestu tónlistarflytjenda heims og vakið mikla athygli með framkomu sinni á tónleikum. Að fanga æsinginn á filmu er nánast ógjörningur því viðvera Rammstein á sviðinu reynir á öll skilningarvitin. Listræn túlkun Jonasar Åkerlund á tónleikum hljómsveitarinnar í París í mars 2012 nær að grípa flutninginn með ótrúlegum árangri og setur hann markið hærra fyrir alla þá sem hyggjast framleiða tónlistarheimildamyndir í framtíðinni. Hann nær algjörlega að grípa þá mynd- og hljóðrænu veislu sem Rammstein býður áhorfendum sínum upp á.

Í myndinni sjáum við Rammstein taka öll sín helstu lög. „Sonne“ stökkbreytist í „Wollt Ihr Das Bett in Flammen Sehen“ meðan eldboltar flögra í átt til himins úr kraga gítarleikarans og Till sveiflar logandi höndum sínum á sama tíma og röddin í bland við svartan reyk spúast úr vitum hans. Eldur gleypir andlit hljómsveitarmeðlima meðan þeir flytja „Feuer Frei!“ og hljóðfærin klæða sig logunum er „Du Riechst So Gut“ ómar um salinn. Till skýtur flugeldum þvert yfir salinn meðan „Du Hast“ er leikið og springa á þá vegu sem orð fá ekki lýst yfir áhorfendaskaranum sem minnir helst á suðandi býflugnabú. 

Oft eru tónleikamyndir klipptar hratt svo erfitt er að sjá hvað er um að vera á sviðinu en Åkerlund hefur sannarlega tekist að fanga öll bestu augnablikin á meistaralegan hátt – enda hefur myndin verið í vinnslu í heil fjögur ár. Fullkomnunarárátta þeirra sem komu að myndinni skilar sér í upplifun áhorfandans þar sem honum líður líkt og hann sé mættur á sjálfa tónleikana. Sumir myndu jafnvel segja að það sé merkilegra að sjá tónleikana gegnum linsu Åkerlunds sem nær að fanga glæsilegt sjónarspilið sem og hjartnæm móment þegar hljómsveitin brosir til þakklátra tónleikagesta sem baðar hana í gleði og aðdáun. 

„Við tókum upp tvö kvöld í Bercy leikvanginum í París og höfðum 30 myndavélar á hvoru kvöldinu, það gefur okkur 60 mismunandi sjónarhorn að auki generalprufunnar sem við notuðum í nærmyndir. Þetta gefur manni ótrúlegt magn af myndefni. Tónleikarnir eru 2 klukkustundir og 20 mínútur að lengd en ég vinn úr myndefninu og klippi á sama hátt og ég geri fyrir 3-4 mínútna langt tónlistarmyndband. Jafnvel þótt ég hafði stórt teymi af klippurum þá tók það okkur meira en ár að negla niður klippinguna. Þegar ég lít til baka þá er þetta helsti kostur verkefnisins. Þetta blæs lífi í myndina og sýnir okkur hvað Rammstein snýst um í raun og veru.“

KAUPA MIÐA


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: