Manchester by the Sea

Útgáfudagur 24.02.2017

Lee er skyldaður til að snúa heim og hugsa um ungan frænda sinn eftir fráfall bróður síns. Hann á erfitt með tilhugsunina um að setjast aftur að í borginni sem hann hafði áður yfirgefið og efast um sjálfan sig sem forráðamann drengsins. Gegnum myndina sjá áhorfendur endurlit úr fortíðinni og ástæðan fyrir því hvers vegna Lee ákvað að flytja burt frá Manchester verður sífellt skýrari. 

Casey Affleck vann bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni en handrit myndarinnar var einnig verðlaunað á Óskarnum. Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016.


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: