Eddie Izzard í Hörpu

Útgáfudagur Viðburðir 06.12.2016

FORCE MAJEURE: RELOADED

Eddie Izzard snýr aftur til Íslands 6. desember með sýninguna FORCE MAJEURE: RELOADED! Hann kom með viku fyrirvara til Íslands í mars í fyrra og þá seldist upp á örskotstundu og miklu færri komust að en vildu.

Eddie Izzard hefur ferðast um allan heiminn og átt ótrúlegu fylgi að fagna! FORCE MAJEURE er umfangsmesti uppistandstúr sem um getur en Eddie hefur flutt efni sitt á þremur tungumálum og komið fram í fleiri en 28 löndum!

Eddie er maðurinn sem gerði bull og vitleysu að listformi. Hann var fyrstur allra til að flytja uppistand einn síns liðs á hinum sögufræga stað í Los Angeles; Hollywood Bowl. Hann er þekktur úr hinum ýmsu kvikmyndum og þáttaröðum og auk þess hefur hann komið fram á Madison Square Garden, West End í London og fjölda annarra frábærra staða - og nú heimsækir hann Hörpu í annað sinn! 

Ísland er eitt örfárra Evrópulanda sem hlotnast sá heiður að fá þennan bráðfyndna uppistandara til að flytja FORCE MAJEURE: RELOADED!

Sala er hafin á Harpa.is og í miðasölu Hörpu.


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: