Jewels (Balanchine - ballett)

Útgáfudagur Bíó 11.04.2017

Klassík

Smaragðar, rúbínsteinar og demantar ráða ríkjum í Jewels. Hér er hið tímalausa meistaraverk George Balanchines sett upp með ótrúlegum hætti.

Þessi klassíski ballett er dansaður við rómantíska tónlist úr smiðju franska tónskáldsins Fauré sem fleytir verkinu áfram inn í ljóðræna óræðni “Smaragðanna”. Tónlist Stravinskíjs tekur við og baðar sig í djössuðum straumum New York borgar meðan funheitir „Rúbínar“ stíga dansinn. Í lokakafla „Demantanna“ ræður tignarleikinn ríkjum og óviðjafnanleg tónlist Tsjaíkovskíjs heltekur verkið í anda hins glæsilega Rússneska keisaraveldis.

Hægt er að læra ótalmargt um þær mörgu hliðar sem klassískur ballett hefur að geyma í verkinu Jewels og sömuleiðis hinn margbrotna ballettflokk Konunglegu Óperunnar í London en þar má finna nokkra bestu dansara dagsins í dag.


Ballettinn er um það bil 2 klukkustundir og 30 mínútur að lengd með tveimur hléum. Danshöfundur: George Balanchine
Lengd: 150 mínútur

  • ???attributevalue.name.Kvikmyndahús???Háskólabíó,Allt

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: