Hnotubrjóturinn (Wright - ballett)

Útgáfudagur Bíó 08.12.2016

Klassík

Þessi dýrlega uppsetning Konunlega ballettsins á Hnotubrjótinum, sem fyrst var sett upp af Peter Wright árið 1984, þykir eitt frábærasta sviðsverk sem skapað hefur verið fyrir ballett. Í ár er Peter Wright 90 ára og vildi Konunglegi ballettinn heiðra hann með því að setja upp einn af hans ástsælustu ballettum við hið magnaða tónverk Tsjaíkovskíjs.


Jólanótt er gengin í garð og galdramaður að nafni Drosselmeyer tekur hina ungu Clöru í ævintýralegt ferðalag þar sem tíminn stendur kyrr og stofan verður að stórum orrustuvelli. Á ferð þeirra fara þau gegnum snjólendi alla leið til konungsríkis sem kennir sig við sætindi. Stórfengleg tónlist Tsjaíkovskíjs í bland við heillandi túlkun Konunglega ballettsins á ævintýrinu tendrar hreina og tæra jólagleði í hjörtum áhorfenda. 


Verkið er um það bil 2 tímar og 15 mínútur með hléi.


Sýningin þann 8. desember verður í beinni útsendingu frá Konunglega óperuhúsinu í London. 

Ballettinn er endursýndur fimmtudaginn 15. desember. 

Danshöfundur: Peter Wright eftir Lev Ivanov

  • ???attributevalue.name.Kvikmyndahús???Háskólabíó,Allt
  • ???attributevalue.name.Kauphlekkur???HO00000558
  • ???attributevalue.name.eMiði - Auðkenni???HO00000558

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: